Els er gestgjafi í Róm sem tók á móti flóttamanni í gegnum Airbnb.org.

Hjálpaðu til við að hýsa 100.000 flóttamenn frá Úkraínu

Bjóddu gistingu að kostnaðarlausu eða með afslætti í gegnum Airbnb.org eða gefðu styrk svo fjármögnun okkar endist lengur.

Stuðningur þinn skiptir sköpum

Airbnb.org fjármagnar skammtímahúsnæði fyrir allt að 100.000 flóttamenn frá Úkraínu. Við styðjum flóttamenn óháð þjóðerni, kynþætti, uppruna eða því hvernig þeir skilgreina sig.

Þú getur hjálpað með því að bjóða tímabundna gistingu að kostnaðarlausu eða með afslætti í gegnum Airbnb.org eða með því að gefa styrk til að fjármagna gistingu.

Linda, gestgjafi í Dallas, hefur tekið á móti flóttafólki í gegnum Airbnb.org.

Bjóddu gistingu

Taktu á móti gestum að kostnaðarlausu eða með afslætti.

Hvernig hýsingin virkar

  • Þú útvegar þægilegt rúm og grunnþægindi, allt frá nokkrum dögum til nokkurra vikna. Frekari upplýsingar um móttöku flóttafólks
  • Airbnb.org vinnur með góðgerðasamtökum sem staðfesta hvort flóttamenn eigi rétt á gistingu og aðstoða fólkið fyrir dvöl, meðan á henni stendur og að henni lokinni.
  • Airbnb býður gestgjöfum AirCover: 1 milljón Bandaríkjadala ábyrgðartryggingu og 3 milljón Bandaríkjadala í eignavernd ásamt fleiru, gestgjöfum að kostnaðarlausu. Tilteknar takmarkanir og undanþágur gilda.
Fode er flóttamaður sem gisti hjá gestgjafa á Ítalíu í gegnum Airbnb.org.

Hver styrkur nýtist til að mæta brýnni þörf fyrir neyðargistingu fyrir þá sem flýja Úkraínu og aðra sem eru í neyð.

Hvernig styrkir virka

  • 100% af styrknum þínum rennur beint til þess að útvega fólki skammtímahúsnæði.
  • Gisting er gestum í þjónustu okkar að kostnaðarlausu.
  • Styrkir eru skattfrádráttarbærir að því marki sem lög á staðnum leyfa.
Josue tekur á móti fólki í gegnum Airbnb.org sem flýr margs konar hörmungar.

Þarftu aðstoð?

Við bjóðum einstaklingum ekki húsnæði eins og er. Airbnb.org vinnur með öðrum góðgerðasamtökum sem bóka og samræma gistingu fyrir flóttafólk.

Það sem góðgerðasamtökin sem við vinnum með gera

Samstarfsaðilar okkar eru góðgerðasamtök sem taka á móti flóttafólki. Þessi samtök styðja skjólstæðinga sína við að finna húsnæði og fleira. Tillögur góðgerðasamtaka eru aðeins samþykktar gegn boði.

Það sem Airbnb.org gerir

Airbnb.org veitir góðgerðasamtökum sem það vinnur með styrki og tækni til að samræma tímabundið húsnæði fyrir skjólstæðinga sína.

Samstarfsaðilar okkar

  • HIAS
  • Alþjóðlega fólksflutningastofnunin (IOM)

Framlag Airbnb

Stuðningur við gestgjafa

Airbnb býður gestgjöfum AirCover: 1 milljón Bandaríkjadala ábyrgðartryggingu og 3 milljón Bandaríkjadala í eignavernd ásamt fleiru, gestgjöfum að kostnaðarlausu. Tilteknar takmarkanir og undanþágur gilda.

Fjármögnun gistingar

Airbnb og styrktaraðilar leggja til fjármagn fyrir tímabundna gistingu fyrir allt að 100.000 flóttamenn frá Úkraínu.

Gjöld sem falla niður

Airbnb fellir niður gjöld gestgjafa og gesta vegna flóttamannagistingar á Airbnb.org.